1. desember 2011

Tilnefningar til þýðingaverðlaunanna


Tilnefningar til íslensku þýðingaverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Druslubókadömur eru að sjálfsögðu með útsendara á staðnum og skúbba nýjustu fréttum.


Andarsláttur e. Hertu Muller í þýðingu Bjarna Jónssonar










Fásinna e. Horacio Castellanos í þýðingu Hermanns Stefánssonar

Regnskógabeltið raunamædda e. Claude Lévi-Strauss í þýðingu Péturs Gunnarssonar
Reisubók Gúllívers e. Jonathan Swift í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar
Tunglið braust inn í húsið e. ýmsa höfunda í þýðingu Gyrðis Elíassonar

4 ummæli:

Garún sagði...

Hverjir eru þýðendurnir?

Salka Guðmundsdóttir sagði...

Komið inn núna, bæði þýðendur og höfundar, við vorum svo æstar að skúbba ;)

Nafnlaus sagði...

Og engar konur tilnefndar. Geta þær ekkert í þýðingum?

Þórdís Gísladóttir sagði...

Kannski geta þær ekki neitt :), nema það sé kominn tími á Fjöruverðlaun fyrir þýðingar.