22. september 2011

Ljóðahátíð í Eyjafirði um helgina

Mér þykir við hæfi að auglýsa hér ljóðahátíð sem haldin verður í Eyjafirði um helgina, og þar sem ég mun lesa upp í fríðum flokki skálda. Aðstandendur hátíðarinnar eru Verksmiðjan á Hjalteyri, Populus tremula og Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Hin árlega Ljóðaganga í eyfirskum skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirði.

Dagskrá verður þríþætt eins og fram kemur hér að neðan. Hópur góðskálda heimsækir Eyjafjörð og les ljóð sín fyrir heimamenn og gesti.

Föstudagskvöldið 23. september kl. 21:00
LJÓÐAKVÖLD Í VERKSMIÐJUNNI HJALTEYRI
Guðbrandur Siglaugsson
Kristín Svava Tómasdóttir
Anton Helgi Jónsson

Laugardagurinn 24. september kl. 14:00
LJÓÐAGANGA Í GRUNDARSKÓGI
Bjarni Gunnarsson
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
Ísak Harðarson
Guðbrandur Siglaugsson
Kristín Svava Tómasdóttir
Anton Helgi Jónsson

Laugardagskvöldið 24. september kl. 21:00
LJÓÐAKVÖLD Í POPULUS TREMULA
Bjarni Gunnarsson
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
Ísak Harðarson

Aðgangur verður ókeypis og öllum heimill. Malpokar leyfðir.

Ljóðahátíðin er styrkt sérstaklega af Menningarráði Eyþings, Uppheimum og Amtsbókasafninu á Akureyri.

Engin ummæli: