28. júlí 2011

Svefnherbergisforlag með bók á Man Booker-lista

Fyrir nokkrum dögum var opinberað hvaða verk séu á listanum yfir þær bækur sem tilnefndar eru til Man Booker-verðlaunanna. Ég get svosem fátt sagt um listann, enda ekki lesið neina bókanna og líklega hef ég bara lesið bók eftir einn höfundanna, Julian Barnes, sem var eitt sinn í uppáhaldi hjá mér (kannski er hann það ennþá). Hins vegar minntist ég í vor á eina Booker-verðlabókina Amsterdam sem ég gafst upp á.

Eins og við má búast eru flestar bækurnar á þessum lista gefnar út af risaforlögum en ein er það þó ekki. Það er The Testament of Jessie Lamb eftir Jane Rogers, sem er gefin út af pínulitlu forlagi, Sandstone Press, sem var stofnað fyrir níu árum, aðallega sem ljóðabókaforlag. Eigandinn heitir Robert Davidson og er verkfræðingur á eftirlaunum sem er með skrifstofuna í svefnherberginu sínu í íbúð í Skotlandi.

Engin ummæli: