15. maí 2011

Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi afhentar

Í dag voru í Gunnarshúsi afhentar Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi við hátíðlega athöfn.

Fjórar viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu  en þær hlutu:

• Agnieszka Nowak og Vala Þórsdóttir fyrir frábæra frumraun á sviði
barnamenningar með pólsk-íslensku bókinni Þankaganga – Myślobieg sem
kom út á síðasta ári.
• Margrét Örnólfsdóttir fyrir margþáttað menningarstarf í þágu barna,
sérstaklega skáldsögurnar tvær um Aþenu sem komu út árin 2009 og 2010 við
góðan orðstír.
• Norræna húsið fyrir vandaða barnadagskrá árið um kring.
• Hljómsveitin Pollapönk fyrir metnaðarfulla barnatónlist sem öll fjölskyldan
getur notið saman.

Vorvindaviðurkenningar IBBY hafa verið afhentar árlega frá árinu 1987 og eiga þær
að vekja athygli á þeim fersku vindum sem blása í barnamenningunni hverju sinni.
Hér að neðan er mynd frá verðlaunaafhendingunni. Þar eru frá vinstri: Margrét
Örnólfsdóttir, Haraldur F.Gíslason, Heiðar Örn Kristjánsson, Elías Snær Einarsson,
Arnar Þór Gíslason, Freydís Balbina Aradóttir og Pia Viinikka.
Elías Snær og Freydís Balbina tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Agnieszku og
Völu og Pia var fulltrúi Norræna hússins.



Nánari upplýsingar veitir Arndís Þórarinsdóttir, formaður IBBY á Íslandi, í síma 897 2772.

Engin ummæli: