1. desember 2009

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs - tilnefningar

nordurlond-Nú er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2010. Í lok mars verður ákveðið hver fær verðlaunin en þau verða afhent á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík eftir tæpt ár, í nóvemberbyrjun 2010, þannig að það er nægur tími til að kynna sér bækurnar. Tvær ljóðabækur og níu skáldsögur eru tilnefndar að þessu sinni, en þær eru:


Danmörk:
Peter Laugesen: Fotorama - [ljóð]
Ida Jessen: Børnene - [skáldsaga]

Finnland
Sofi Oksanen: Puhdistus (Hreinsun) - [skáldsaga]
Monika Fagerholm: Glitterscenen - [skáldsaga]

Ísland
Einar Kárason: Ofsi - [skáldsaga]
Steinar Bragi: Konur - [skáldsaga]

Noregur
Karl Ove Knausgård: Min kamp 1 - [skáldsaga]
Tomas Espedal:  Imot kunsten (notatbøkene) - [skáldsaga]

Svíþjóð
Steve Sem-Sandberg: De fattiga i Lódz - [skáldsaga]
Ann Jäderlund:Vad hjälper det en människa om hon häller rent vatten över sig i alla sina dagar - [ljóð]

Færeyjar
Gunnar Hoydal: Í havsins hjarta - [skáldsaga]

Engar grænlenskar eða samískar bækur voru tilnefndar að þessu sinni.

2 ummæli:

GK sagði...

Ætli Sofi hirði ekki prísinn eins og alla hina.

Erna sagði...

Hefurðu lesið eitthvað eftir hana? Ég keypti bók eftir hana á bókmenntahátíðinni í haust en hún liggur óhreyfð í stórum stafla ólesinna bóka heima hjá mér. Þarf nauðsynlega að fara að gera eitthvað í þessu.